AirSoap

Airsop er byltingarkend lofthreinsitækni sem gómar og drepur minnstu bakteríur og vírusa sem HEPA filterar ná ekki. Sannreint til að drepa allt að 99.99% af loftbornum vírusum, AirSoap notar endurnotanlegar söfnunarplötur í stað dýrra HEPA filtera. AirSoap hjálpar til við að halda niðri ofnæmisvökum eins og dýrahárum og hjálpar við að hreinsa reyk, lykt og ryk úr loftinu. Airsoap er góður valkostur fyrir heilsuna, veskið og umhverfið.

 

Airsoap er með 14 daga ánægjuábyrgð, ef þér líkar ekki við vöruna af einhverri ástæðu þá getur þú skilað henni gegn endurgreiðslu. Óháð hvort varan hafi verið notuð eða ekki.

59,900 kr.

Á lager

Flokkur:

 Electric Wind Technology™ tæknin í AirSoap býr til öflugt plasmasvið sem drepur bakteríur, vírusa og óvrkjar loftbornar agnir. Bakteríunum er safnað í síulaust grafín kerfi, sem skilar sér í hreinna og heilsusamlegra lofti en við fáum vanalega úr lofthreinsitækjum. 

 • Nær og drepur smæstu vírusa, líka þá sem HEPA filterar ná ekki

 • Þarf ekki að skipta um filter

 • Hreinsiplöturnar er hægt að þvo með vatni, ódýrara og umhverfisvænna

 • Hljóðlát og orkusparandi

Drepur vírusa sem HEPA nær ekki

Hefðbundin lofthreinsitæki nota HEPA filtera sem ná ögnum allt að 300mn að stærð. Þetta veldur ákveðnum vandræðum þar sem sumir vírusar, kórónuvírusar (120nm) og inflúensuvírusar (80-120nm) komast í gegnum filterinn. Airsoap hinsvegar nær ögnum sem eru allt að 14nm!

Electric Wind™

 Electric Wind Technology™ tæknin í AirSoap býr til öflugt plasmasvið sem drepur bakteríur, vírusa og óvrkjar loftbornar agnir. Bakteríunum er safnað í síulaust grafín kerfi, sem skilar sér í hreinna og heilsusamlegra lofti en við fáum vanalega úr lofthreinsitækjum. 

AirSoap filterar vs HEPA filterar

Electric Wind™ er öflugra, skilvirkara og hagsamara en hefðbundnir HEPA filterar. HEPA filtera þarf að skipta um reglulega og þeir missa virkni sína með tímanum. 

Filterar og drepur

Hepa filterar grípa agnirnar og geyma þær, en ef það er ekki skipt um þá reglulega þá getur bakteríu og myglu vöxtur myndast á þeim.

AirSoap drepur bakteríurnar áður en þær fara í gegnum filterinn og skilar þannig hreinna lofti.

Sparaðu og hugsaðu um umhverfið

AirSoap getur sparað þér tugi þúsunda í filtera kostnað yfir líftíma lofthreinsitækisins. Í stað þess að nota dýra filtera sem eru fullir af trefjagleri eru AirSoap filterarnir umhverfisvænir, endurnotanlegir og hægt að þvo með vatni. Grafín plöturnar hreinsa líka loftið mun betur á meðan þú sparar. 

Hljóðlátt

Í stað þess að þrýsta loftinu í gegnum filtera til að ná sem mestu notar AirSoap rafmagn til að grípa og drepa sýklana. Þetta kerfi gerir lofthreinsitækinu kleyft að snúa viftunni hægar og hljóðlátar en sambærileg filter kerfi. AirSoap notar allt að helmingi minna rafmagn til að filtera sama magn af lofti. 

Leiðbeiningar

Tæknilegar upplýsingar

 • Ozone mengun <10ppb
 • VOC hreinsihæfni: 99%
 • Loftagnaskynjari: PM2.5
 • CADR vottun 200 m3/klst
 • hámarks hávaði: 58dB
 • Lágmarks hávaði 33dB
 • Hæð: 53.49 cm

  Breidd: 26 cm

  Dýpt: 26 cm